Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. október 2014 15:06
Elvar Geir Magnússon
Harry Redknapp: Ákefðin varð okkur að falli
Harry Redknapp líflegur á hliðarlínunni.
Harry Redknapp líflegur á hliðarlínunni.
Mynd: Getty Images
Liverpool vann ótrúlegan 3-2 útisigur gegn botnliði QPR í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fjögur mörk komu í lok leiksins þar sem sigurmark Liverpool var sjálfsmark örfáum sekúndum áður en flautað var til leiksloka.

QPR varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net í tvígang í leiknum en það endurspeglar tímabilið hjá QPR hingað til.

„Þetta er besta spilamennska sem ég hef séð frá liðinu síðan ég kom hingað. Við vorum mjög ákafir. Við hefðum tekið einu stigi opnum örmum í ljósi þeirrar stöðu sem við erum í. Það hefði getað gert mikið fyrir okkur," sagði Harry Redknapp, stjóri QPR, eftir leikinn.

„Við héldum áfram þrátt fyrir að lenda tvisvar undir. Mér fannst við frábærir í dag. Við héldum áfram sama hvað gekk á. Það er afskaplega sárt að henda leiknum frá okkur eftir alla þessa vinnu..."

„Við vorum frábærir allstaðar á vellinum að mínu mati. Bobby Zamora var stórkostlegur í 70 mínútur eða svo. Við vorum að vinna baráttuna í 90% af stöðum vallarins en ákefðin kostaði okkur að lokum."

„Ég er enn með á tilfinningunni að við verðum í fínu lagi á tímabili. Ég er mjög bjartsýnn. Við vorum traustir í dag en ákefðin varð okkur að falli."
Athugasemdir
banner