Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. október 2014 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Mascherano: Megum ekki gleyma Atletico
Mynd: Getty Images
Javier Mascherano, leikmaður Barcelona á Spáni, segir að leikmenn pæli lítið í leiknum gegn Real Madrid næstu helgi enda verkefni gegn Ajax í Meistaradeildinni í miðri viku.

Barcelona er með fjögurra stiga forskot á toppnum eftir 3-0 sigur á Eibar en Neymar, Xavi og Andrés Iniesta skoruðu mörk liðsins.

El Clasico er næstu helgi og er mikil spenna nú þegar komin fyrir þeim leik en Mascherano segir að hópurinn hugsi ekki svo langt. Framundan er verkefni gegn Ajax í Meistaradeild Evrópu.

,,Pressan gegn Real Madrid er alltaf sú sama, við munum spila gegn erkifjendum okkar," sagði Mascherano.

,,Við megum þó ekki gleyma Atletico heldur. Við héldum að Atletico myndi missa af lestinni á síðustu leiktíð en liðið tók titilinn á endanum. Það mikilvægasta í augnablikinu er þó að einbeita sér að næsta leik, því ef maður vinnur þann leik þá breytir það öllu fyrir næsta leik á eftir," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner