Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 19. október 2014 18:04
Elvar Geir Magnússon
Norðurlöndin: Hannes hélt hreinu í fallbaráttuslag
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson.
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi lék í 77 mínútur í dag.
Arnór Ingvi lék í 77 mínútur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingaliðið Sandnes Ulf heldur enn í vonina um að halda sæti sínu í norsku úrvalsdeildinni eftir mikilvægan 1-0 sigur gegn Sogndal í dag. Úrslitin réðust á sjálfsmarki.

Þegar þrjár umferðir eru eftir er Sandnes enn í neðsta sæti af 16 liðum en þrjú stig eru upp í 14. sætið sem er umspilssæt. Sogndal er í því sæti sem sýnir mikilvægi sigursins hjá Sandnes.

Hannes Þór Halldórsson hélt því marki sínu hreinu en hann lék allan leikinn fyrir Sandnes eins og Eiður Aron Sigurbjörnsson og Hannes Þ. Sigurðsson. Með Sogndal leikur Hjörtur Logi Valgarðsson sem lék allan leikinn í dag.

Pálmi Rafn Pálmason lék fyrstu 73 mínúturnar fyrir Lilleström sem tapaði 2-1 fyrir Strömsgodset fyrr í dag. Hinn 15 ára Martin Ödegaard sem lék með norska A-landsliðinu í síðustu viku skoraði bæði mörk Strömsgodset en þetta eru liðin í fjórða og fimmta sæti. Rúnar Kristinsson er sterklega orðaður við þjálfarastöðu Lilleström.

Stabæk og Viking gerðu 1-1 jafntefli. Íslendingaliðið Víking er í tíunda sæti og siglir lygnan sjó. Sverrir Ingi Ingason, Indriði Sigurðsson, Björn Daníel Sverrisson og Jón Daði Böðvarsson léku allan leikinn fyrir Viking en Steinþór Freyr Þorsteinsson kom inn sem varamaður þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Jón Daði lagði upp mark Viking í leiknum.

Molde er með tíu stiga forystu í deildinni og búið að tryggja sér meistaratitilinn en Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliðinu í gær þegar liðið tapaði 1-2 fyrir Haugasundi.

Yfir til Svíþjóðar. Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Norrköping sem vann 2-1 sigur gegn Gefle. Norrköping er þremur stigum fyrir ofan fallsæti í sænsku úrvalsdeildinni þegar tvær umferðir eru eftir.

Kristinn Jónsson spilaði allan leikinn fyrir Brommapojkarna sem steinlá fyrir AIK en Kristinn og félagar eru fallnir niður í B-deildina. Malmö tryggði sér sænska meistaratitilinn fyrir nokkru síðan en liðið hefur níu stiga forystu.
Athugasemdir
banner