Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. október 2014 14:56
Elvar Geir Magnússon
Rodgers: Heppnir að vinna þennan leik
Brendan Rodgers á hliðarlínunni í dag.
Brendan Rodgers á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Getty Images
Liverpool vann ótrúlegan 3-2 útisigur gegn QPR í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fjögur mörk komu í lok leiksins þar sem sigurmark Liverpool var sjálfsmark örfáum sekúndum áður en flautað var til leiksloka.

„Það er klárt mál að QPR átti ekki skilið að tapa. Við vorum heppnir að ná þessum sigri en sýndum ótrúlegan karakter," segir Brendan Rodgers, stjóri Liverpool.

„Við spiluðum aðeins betur í seinni hálfleiknum en QPR átti án nokkurs vafa skilið að fá eitthvað út úr leiknum. Í fyrri hálfleik var enginn taktur í okkar spilamennsku. Við náðum engum sendingum og það var enginn hraði í leiknum."

„Innkomur Joe Allen og Phillipe Coutinho voru lyftistöng fyrir okkur og við byrjuðum að skapa fleiri færi. Raheem Sterling sýndi mikla löngun og var magnaður í hlaupum sínum. Niðurstaðan er þó þessi: Við vorum heppnir."
Athugasemdir
banner
banner