Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. október 2014 18:30
Alexander Freyr Tamimi
„Sigur Barcelona mikilvægari en að Messi slái met“
Messi nálgast markamet La Liga.
Messi nálgast markamet La Liga.
Mynd: Getty Images
Andoni Zubizaretta, íþróttastjóri Barcelona, segir að það sé mun mikilvægara að liðið vinni Real Madrid heldur en að Lionel Messi mæti markamet La Liga næstu helgi.

Argentínski landsliðsmaðurinn er einungis einu marki frá markameti Telmo Zarra, sem skoraði 251 mark í spænsku úrvalsdeildinni, og gæti Messi því jafnað met hans á Santiago Bernabeu.

Zubizarreta segir hins vegar að góð úrslit séu mikilvægari heldur en markametið.

,,Ég myndi vilja sigur á Bernabeu og til að það gerist þurfum við að skora mörk," sagði Zubizarreta.

,,En það má ekki líta á það sem nauðsyn að Messi bæti markamet Zarra á Bernabeu. Leo verður að spila til sigurs, ekki til að slá met."
Athugasemdir
banner
banner
banner