sun 19. október 2014 13:31
Grímur Már Þórólfsson
Van Gaal: Þurfum að drepa leikina
Louis van Gaal
Louis van Gaal
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, þjálfari Manchester United, segir að liðið þurfi að "drepa" leikina með því að spila sem lið.

United hefur nú unnið tvo leiki í röð gegn West Ham og Everton en báðir leikirnir fóru 2-1.

Van Gaal undirstrikar að allir 11 leikmennirnir sem inná eru þurfi að spila vel og agað ef liðið á að geta haldið sér í toppsætunum.

„Þegar þú horfir á leik sem þjálfari þá er einfalt að greina að liðið sé ekki að leika vel. Að laga það er erfiðara.“

„Leikmennirnir eru tilbúnir til að gera allt til að vinna og við sáum það í leikjunum gegn Everton og West Ham, en þú verður að gera það á réttan hátt.“

„Til að drepa leik, þarftu mikinn aga og það hjá öllum leikmönnunum. Það er erfiðast en við getum náð því en það tekur tíma.“


United mætir WBA á morgun en liðið gæti endurheimt marga leikmenn úr meiðslum. Þeir Ander Herrera, Smalling, Young, Jones og Carrick hafa allir byrjað að æfa og gætu tekið einhvern þátt á morgun.

Þeir Evans, McNair, Valencia og Lingard eru þó enn frá vegna meiðsla og þá er Rooney áfram í leikbanni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner