Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   mið 19. október 2016 18:30
Magnús Már Einarsson
Edu Cruz fer frá Grindavík
Edu Cruz.
Edu Cruz.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænski varnarmaðurinn Edu Cruz er á förum frá Grindavík en þetta staðfesti Óli Stefán Flóventsson, þjálfari liðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Edu hjálpaði Grindvíkingum að komast upp úr Inkasso-deildinni í sumar.

Hann samdi við Grindavík í vor og skoraði tvö mörk í 19 leikjum með liðinu.

Landi hans Juan Manuel Ortiz Jimenez gerði í síðustu viku nýjan samning við Grindvíkinga.

Þá er spænski miðjumaðurinn Rodrigo Gomes Mateo einnig með samning út næsta tímabil.
Athugasemdir
banner