Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. október 2016 21:45
Jóhann Ingi Hafþórsson
Guardiola: Við vorum inni í leiknum
Pep Guardiola var svekktur í kvöld.
Pep Guardiola var svekktur í kvöld.
Mynd: Getty Images
„Ég talaði við hann og hann var vonsvikinn en þetta er partur af leiknum," sagði Pep Guardiola um Claudio Bravo eftir 4-0 tap Manchester City gegn Barcelona í kvöld en Bravo fékk rautt spjald í leiknum er hann handlék knöttinn utan teigs.

Hann var sáttur við spilamennskuna, þrátt fyrir tapið.

„Við vorum inni í leiknum á meðan við vorum 11 á móti 11 en leikurinn var búinn eftir rauða spjaldið. Þetta er búið að vera sagan undanfarið. Á móti Everton klikkuðum við á tveim vítaspyrnum."

„Við vorum inni í leiknum og við vorum að pressa, við vorum mikið með boltann og vorum að skapa færi. Við nýttum þau hins vegar ekki og því fór sem fór," sagði Guardiola.

Barcelona er á toppi riðilsins með 9 stig, City hefur 4 og Borussia Mönchengladbach 3.
Athugasemdir
banner
banner