Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 19. október 2017 17:30
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
3500 miðar seldir á leik Þýskalands og Íslands
Frá æfingu Íslands í Wiesbaden í gær.
Frá æfingu Íslands í Wiesbaden í gær.
Mynd: Anna Þonn
Ísland leikur sinn annan leik í undankeppni Heimsmeistaramótins á morgun þegar liðið sækir Þýskaland heim í Wiesbaden. Búið er að selja 3500 miða á leikinn.

Ísland vann fyrsta leik sinn gegn Færeyjum 8-0 en vitað er að Þýskaland er með eitt besta lið heims og leikurinn á morgun verður okkur Íslendingum erfiður.

„Það koma margir stuðningsmenn og við erum alltaf ánægð þegar við fáum marga stuðningsmenn á leikinn. Það er nú þegar búið að selja 3500 miða," sagði Steffi Jones landsliðsþjálfari Þýskalands á fréttamannafundi í dag.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 að íslenskum tíma, 16:00 að þýskum en frídagur er í Þýskalandi á morgun. Hægt verður að sjá leikinn í beinni útsendingu á RÚV.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner