Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fim 19. október 2017 09:00
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Ási Haralds: Allar heilar og ferskar
Ási og félagar í kringum landsliðið hafa nóg að gera í undirbúningi fyrir leikina tvo í undankeppni HM
Ási og félagar í kringum landsliðið hafa nóg að gera í undirbúningi fyrir leikina tvo í undankeppni HM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið undirbýr sig nú af krafti fyrir tvo hörkuleiki í undankeppni Heimsmeistaramótsins. Ísland mætir heimakonum í Þýskalandi í Wiesbaden á föstudag og á í kjölfarið leik gegn Tékklandi í Znojmo þriðjudaginn 24. október. Við náðum tali af aðstoðarþjálfaranum Ásmundi Haraldssyni á liðshótelinu í gær og spjölluðum við hann um stöðuna á íslenska liðinu og verkefnin sem framundan eru.

„Þær eru allar heilar og allar ferskar og allar tilbúnar í slaginn,“ sagði Ási aðspurður um stöðuna á hópnum. Þjálfarateymið hefur nýtt fyrstu æfingar liðsins í að samstilla leikmenn sem eru að koma úr ólíkum verkefnum.

„Við þurfum að vanda okkur við það. Við þurfum að gæta þess að þær sem að þurfa hvíld fái hana og þær sem að þurfa kannski aðeins meira action og áreiti fái það. Fyrsta daginn þá varð helmingurinn eftir hérna á hótelinu og tók góða endurheimt en hinn helmingurinn fór út á völl á góða æfingu.“

Sagan og hefðin er með sigursælu liði Þýskalands fyrir leikinn á föstudag en Ási segir íslenska þjálfarateymið búið að kynna sér Þjóðverjana vel og vonast til að eiga svör við þeirra leik.

„Þýska landsliðið er mjög öflugt. Það hefur öfluga einstaklinga og mikla sigurhefð. Þetta eru allt frábærir leikmenn en öll lið hafa sína veikleika. Við erum búin að liggja yfir þeim og teljum okkur hafa lausnir á einhverju og getum mögulega strítt þeim eitthvað.“

„Öll lið hafa einhverja veikleika og ef það er einhver sem er góður að rýna í andstæðinginn þá er það Freyr. Hann er náttúrulega búinn að liggja vel og lengi yfir þessu þýska liði. Það eru alltaf einhverjir veikleikar en síðan er það okkar að vera í standi til að nýta þá og koma okkur í þá stöðu að við getum gert eitthvað úr því. Við höfum fengið einhver færi í öllum leikjum sem við höfum spilað og þetta snýst svolítið um að verja okkar mark, halda okkur inn í leiknum sem allra lengst og vonast til að nýta eitthvað af færunum þegar þau koma,“
sagði Ási sem vildi lítið gefa upp um hvaða leikkerfi Ísland mun beita gegn Þjóðverjum.

„Við gefum ekkert upp um hvað við ætlum að gera en búum vel að því að geta spilað þessi tvö leikkerfi sem við höfum verið að spila. Við erum búin að leggja drög að því sem að hentar okkur best í þessum leik.“

Hvað varðar byrjunarliðið þá er það að verða klárt svo lengi sem allir leikmenn haldast heilir út vikuna. Eðlilega var þó ekki hægt að gefa upp nein nöfn að svo stöddu.

„Við erum að nálgast það já og ef allir haldast heilir út þessa viku þá erum við búin að hugsa okkar lið.“

Nánar er rætt við Ása í sjónvarpinu hér að ofan en þar kemur hann nánar inn á undirbúning íslenska liðsins og komandi leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner