Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 19. október 2017 10:16
Elvar Geir Magnússon
Celtic fær ungan KR-ing til reynslu
Finnur er númer 13 á þessari liðsmynd.
Finnur er númer 13 á þessari liðsmynd.
Mynd: KSÍ
Finnur Tómas Pálmason, sextán ára varnarmaður KR, er farinn til Skotlands þar sem hann verður til reynslu hjá skoska stórliðinu Celtic í Glasgow.

Njósnarar Celtic tóku eftir honum á Norðurlandamóti U17 landsliða í sumar og buðu honum til reynslu þar sem hann verður í viku.

Finnur er miðvörður og mun æfa með U17 og U19 liðum Celtic auk þess sem hann spilar á móti unglingaliði Manchester United.

Hann hefur leikið ellefu leiki með U17 landsliði Íslands og þá var hann í liði KR sem varð í sumar Íslandsmeistari í 2. flokki en á enn eftir að leika sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk.
Athugasemdir
banner
banner
banner