Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. október 2017 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Everton grófasta liðið frá upphafi
Mynd: Getty Images
Ný rannsókn segir Everton vera grófasta liðið frá upphafi í ensku Úrvalsdeildinni.

Deildin var stofnuð 1992 og hefur Everton fengið 1,52 gul spjöld á leik síðan.

Everton er aðeins eitt af sex félögum sem hafa verið í Úrvalsdeildinni frá upphafi, en Chelsea er næstgrófast af þeim og Arsenal kemur í þriðja sæti.

Í rannsókninni kemur fram að háttvísin hefur farið batnandi í deildinni og eru mun færri spjöld gefin í dag heldur en fyrstu árin.

Ef litið er á meðaltalið þá er Derby County grófasta lið deildarinnar og eina félagið með yfir 2 gul spjöld á leik. Blackburn Rovers átti þó grófasta tímabilið 1998-99, þegar liðið fékk 8 rauð spjöld, 80 gul og 725 brot dæmd á sig.

Coventry City átti prúðasta tímabilið 1993-94 þegar leikmenn liðsins fengu aðeins tólf gul spjöld og ekkert rautt.

Búið er að setja upp áhugaverða vefsíðu þar sem hægt er að skoða tölfræði varðandi brot og spjöld frá upphafi Úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner