Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 19. október 2017 08:00
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Fanndís: Auðvitað verður maður að nýta styrkleikana
Fanndís er tilbúin í að takast á við Þjóðverja
Fanndís er tilbúin í að takast á við Þjóðverja
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
„Þetta eru mjög krefjandi og spennandi verkefni,“ sagði landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir fyrir æfingu íslenska liðsins í gær. Framundan eru tveir erfiðir útileikir. Fyrst gegn Þýskalandi á föstudag og síðan gegn Tékkum á þriðjudag. Fanndís segir alla athygli beinast að fyrri leiknum á þessum tímapunkti.

„Við erum bara að fókusa á föstudaginn og erum að fara yfir Þjóðverjana. Maður er ekki einu sinni byrjaður að hugsa út í hinn leikinn.“

„Við vitum helling um þær (Þýskaland). Við höfum spilað oft við þær og ekki náð í mörg úrslit á móti Þýskalandi. Við erum búnar að vera að skoða klippur úr þeirra leikjum og sjá hvernig þær spila. Skoða þeirra veikleika og svoleiðis,“
sagði Fanndís sem mætir til leiks í góðu leikformi enda franska deildin í fullum gangi.

Fanndís vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu á Evrópumótinu í sumar og þótti standa sig einna best af íslensku leikmönnunum. Telur hún að andstæðingarnir muni horfa til þess og gera sérstakar ráðstafanir til að stöðva hana í komandi leikjum?

„Ekki hugmynd. Nei, ég held ekki. Ég held að þær séu bara að fókusera á sjálfar sig,“ sagði Fanndís sem er staðráðin í gera sitt besta á föstudaginn.

„Auðvitað verður maður að nýta sína styrkleika og vonandi fæ ég tækifæri til þess að refsa á einhvern hátt“

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner