fim 19. október 2017 10:49
Elvar Geir Magnússon
Griezmann: Ég verð að gera betur
Illa gengur hjá Griezmann.
Illa gengur hjá Griezmann.
Mynd: Getty Images
Franski sóknarmaðurinn Antoine Griezmann viðurkennir að hann þurfi að gera meira fyrir framan mark andstæðingana eftir markalaust jafntefli Atletico Madrid gegn Qarabag í Aserbaídsjan í Meistaradeildinni í gær.

Griezmann hefur ekki skorað í þremur leikjum í röð.

„Við þurfum að bæta okkur og skora fleiri mörk. Það er staðreynd. Við fengum færi en nýttum þau ekki. Við erum öflugir varnarlega og náum að skapa færi en grípum þau ekki. Við framherjarnir þurfum að gera meira og finna lausnir," sagði Griezmann eftir leikinn í gær.

Úrslitin í gær eru mikil vonbrigði fyrir Atletico Madrid sem er í stórhættu á að komast ekki upp úr riðlinum. Liðið er með tvö stig eftir þrjár umferðir.

„Við munum berjast til enda. Við munum gefa allt í þetta og stefna á sigur í öllum þremur leikjunum sem eftir eru. Sjáum hvað það skilar okkur."

Heima á Spáni er Atletico í fjórða sæti í La Liga, sex stigum á eftir toppliði Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner