Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fim 19. október 2017 19:33
Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Kristjánsson í FH (Staðfest)
Guðmundur lék með Breiðabliki síðast þegar hann lék hér á landi.
Guðmundur lék með Breiðabliki síðast þegar hann lék hér á landi.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Guðmundur Kristjánsson er genginn í raðir FH frá Start í Noregi en þetta staðfesti félagið rétt í þessu. Guðmundur sem er 28 ára gamall miðjumaður skrifaði undir tveggja ára samning við FH sem gildir út tímabilið 2019.

Hann mun klára tímabilið með Start í Noregi og koma svo til liðs við FH í byrjun janúar.

„Við FH-ingar bjóðum Gumma velkominn í Kaplakrika og væntum mikils af honum á komandi árum. #ViðerumFH," segir í tilkynningu FH.

Guðmundur er uppalinn hjá Breiðabliki og lék þar frá því meistaraflokksferilinn hófst árið 2007 og til ársins 2011 þegar hann hélt í atvinnumennskuna. Samtals lék hann 99 leiki í deild og bikar hér á landi og skoraði 18 mörk en sex af þessum leikjum lék hann fyrir Hauka þar sem hann var á láni hluta úr sumri 2008. Síðan þá hefur hann leikið 142 leiki með Start þar sem hann var allan sinn tíma í Noregi.

Ólafur H. Kristjánsson tók við liði FH á dögunum og Guðmundur þekkir vel til hans enda var hann þjálfari Breiðabliks er hann lék þar.

Hann er annar leikmaðurinn sem FH fær til liðs við sig í haust því áður hafði Hjörtur Logi Valgarðsson komið heim úr atvinnumennsku.
Athugasemdir
banner
banner