,,Það er hundleiðinlegt að neita uppeldisfélaginu sem ég ber sterkar taugar til ennþá. Ég vona að þeim gangi sem best en ekki betur en FH að þessu sinni.''
,,Það heillar mig að setja markið hátt, þú kemst ekkert áfram nema þú gerir það. Þriðja sætið í sumar eru vonbrigði miðað við það sem FH vill gera sem er að vinna titla á hverju ári.''
„Ég var kominn með smá heimþrá og fannst þetta ágætis tímapunktur til að koma heim," sagði Guðmundur Kristjánsson við Fótbolta.net í kvöld en hann var að ganga í raðir FH frá norska félaginu start sem hann hefur leikið með undanfarnar fimm leiktíðir. Guðmundur er 28 ára gamall miðjumaður.
Guðmundur Kristjánsson í FH (Staðfest)
Guðmundur Kristjánsson í FH (Staðfest)
„Við erum komin með barn og það var komin löngun til að flytja heim. Við fjölskyldan vorum búin að vera að velta þessu fyrir okkur, við hugsðum okkur vel um og ákváðum þetta að lokum," bætti hann við.
Spilaði inní að Ólafur Kristjánsson þjálfar FH
Guðmundur er annar leikmaðurinn sem FH fær til liðs við sig í haust en fyrst kom Hjörtur Logi Valgarðsson. Félögin í deildinni hér heima eru á fullu að styrkja sig en heyrði Guðmundur í mörgum?
„Já ég heyrði í nokkrum félögum en fór ekki í miklar viðræður við öll," sagði hann. „FH hefur verið stærsta félagið á Íslandi í mörg ár og er félag með háleit markmið. Það heillar mig mikið," bætti hann við.
Ólafur Helgi Kristjánsson var á dögunum ráðinn þjálfari FH, tók við af Heimi Guðjónssyni sem var rekinn í haust. Guðmundur segir komu Ólafs hafa haft sitt að segja.
„Ég þekki Óla Kristjáns mjög vel og hann er tekinn við stjórnartaumunum hjá FH. Ég talaði við hann og hann sagði mér aðeins frá því sem hann er að hugsa og ég er spenntur fyrir því. Hann er með háleit markmið og ég held að það séu spennandi tímar framundan í Hafnarfirði og það verður gaman að taka þátt í því," sagði Guðmundur en hafði það úrslitaáhrif að FH hafi ráðið Ólaf sem þjálfara?
„Já auðvitað, ég er búinn að þekkja hann vel frá mínum árum í Breiðabliki. Við unnum Íslands- og bikarmeistaratitla með ungt lið. að vita allir að hann er einn af færari þjálfurum sem við eigum á Íslandi. Auðvitað spilaði það inní."
Hundleiðinlegt að neita uppeldisfélaginu
Guðmundur lék öll sín ár á Íslandi með uppeldisfélagi sínu, Breiðabliki utan nokkurra leikja á láni hjá Haukum. Blikar sem Ágúst Gylfason þjálfar í dag vildu fá hann til liðs við sig en hann þurfti að hafna þeim.
„Það er aldrei gaman, ég ræddi við Blika og það var mjög spennandi líka sem þeir höfðu fram að færa. Ég talaði við Gústa Gylfa og hann var með góð plön en mér fannst á þessum tímapunkti henta mér betur að fara í FH. Það er hundleiðinlegt að neita uppeldisfélaginu sem ég ber sterkar taugar til ennþá. Ég vona að þeim gangi sem best en ekki betur en FH að þessu sinni."
Guðmundur hefur spilað 142 deildarleiki með Start á undanförnum árum og mun klára tímabilið með liðinu áður en hann kemur til FH.
„Ég er búinn að vera á bekknum eftir að það tók nýr þjálfari við hjá okkur en annars hef ég byrjað flesta leiki á tímabilinu. Ég er í góðu standi, og fínu hlaupastandin sem vantar ekki í Noregi. Eftir tímabilið hlakka ég til að koma heim á klakann og anda að mér ferska loftinu og byrja aftur."
Yfirlýst markmið að komast í riðlakeppni Evrópu
FH endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar auk þess að komast í bikarúrslit auk þess sem liðið var nálægt því að ná lengra í Evrópukeppni þar sem þeir töpuðu gegn Maribor frá Slóveníu og Braga frá Portúgal.
„Það hefur verið yfirlýst markmið hjá FH að komast í riðlakeppni í Evrópu og ég held að það sé ekkert leyndarmál, menn hafa talað lengi um það," sagði Guðmundur.
„Það heillar mig að setja markið hátt, þú kemst ekkert áfram nema þú gerir það. Þriðja sætið í sumar eru vonbrigði miðað við það sem FH vill gera sem er að vinna titla á hverju ári. Það er hægt að gera betur og vinna titilinn á næsta tímabili.
Athugasemdir