Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fim 19. október 2017 11:31
Elvar Geir Magnússon
Milos og Milos leika áfram með Fjarðabyggð
Peric var valinn besti leikmaður Fjarðabyggðar.
Peric var valinn besti leikmaður Fjarðabyggðar.
Mynd: Fjarðabyggð
Fjarðabyggð hefur samið við markmanninn Milos Peric og varnarmanninn Milos Vasiljevic um að leika áfram með liðinu næsta sumar.

Milos Peric er 27 ára markvörður og spilaði 21 leik í sumar og var valinn besti leikmaður liðsins á lokahófi félagsins.

Milos Vasiljevic er 29 ára varnarmaður, spilaði 22 leiki í sumar og skoraði í þeim þrjú mörk.

Þá hefur Haraldur Þór Guðmundsson framlengt samning sinn við Fjarðabyggð um tvö ár. Haraldur sem er 22 ára miðjumaður lék samtals 41 leik með Fjarðabygggð árin 2015 og 2016 og skoraði í þeim 1 mark.

Haraldur missti svo af tímabilinu 2017 vegna meiðslna en er nú á batavegi og verður klár í slaginn á nýju ári.

Farðabyggð hafnaði í áttunda sæti 2. deildarinnar í sumar.
Athugasemdir
banner