Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. október 2017 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Neymar sagðist yfirgefa Barca í brúðkaupsveislu Messi
Mynd: Getty Images
Neymar varð dýrasti knattspyrnumaður sögunnar þegar hann var keyptur frá Barcelona á 222 milljónir evra.

Neymar hefur byrjað vel hjá PSG að rifrildunum við Edinson Cavani undanskildum.

Það bjuggust ekki margir við því að Neymar færi frá Barcelona þegar sögusagnirnar byrjuðu fyrst að dreifast í byrjun sumars og varð knattspyrnuheimurinn furðu lostinn þegar félagsskiptin gengu í gegn í ágúst.

„Neymar talaði við okkur í brúðkaupsveislu Messi og sagðist vilja skipta um félag," sagði Xavi, sem verður 38 ára í janúar og hefur verið lykilmaður í liði Al-Sadd í Katar undanfarin ár.

„Við verðum að virða hans ákvörðun, en hann sagði við okkur í brúðkaupinu að hann langaði að flytja til Parísar."

Dani Alves var í sama afmæli á tíma þar sem hann hafði verið orðaður sterklega við Manchester City, en skömmu síðar fór hann til Parísar, nokkrum vikum á undan Neymar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner