Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. október 2017 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Scholes svekktur að hafa ekki fengið starfið hjá Oldham
Mynd: Getty Images
Paul Scholes sótti um knattspyrnustjórastarf hjá Oldham Athletic og var mjög spenntur fyrir því, enda hefur hann verið stuðningsmaður félagsins frá æsku.

Scholes fékk ekki starfið því Oldham er nýbúið að ráða kempuna Richie Wellens sem stjóra.

Wellens er 37 ára gamall og hefur spilað fyrir níu mismunandi félög á Englandi. Hann var ráðinn í þjálfarateymi Oldham í sumar og tók svo við liðinu sem bráðabirgðastjóri í lok september, eftir að John Sheridan var rekinn.

Oldham var í 19. sæti C-deildarinnar þegar Wellens tók við, og er félagið búið að vinna fjóra leiki og gera eitt jafntefli síðan. Þess vegna var ákveðið að bjóða þjálfaranum tveggja ára samning.

„Ég átti mjög gott spjall við Mark Koisley (framkvæmdastjórann) og Simon Corney (eigandan). Samræðurnar gengu mjög vel," sagði Scholes.

„Ég hafði mjög mikinn áhuga á að taka við félaginu en Richie Wellens byrjaði mjög vel og ég skil að félagið vilji hafa hann áfram við stjórnvölinn."

Scholes er ekki búinn að segja skilið við knattspyrnuna því hann er kominn með þjálfararéttindi og segist ætla að hoppa á rétt starf þegar það gefst.
Athugasemdir
banner
banner
banner