Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 19. október 2017 15:47
Elvar Geir Magnússon
Skúli Jón og Óskar Örn gerðu þriggja ára samninga við KR
Skúli Jón Friðgeirsson.
Skúli Jón Friðgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Um leið og KR-ingar tilkynntu að Kristinn Jónsson og Björgvin Stefánsson væru komnir til félagsins var opinberað að tveir reynslumiklir leikmenn hefðu skrifað undir nýja samninga.

Það eru varnarmaðurinn Skúli Jón Friðgeirsson og sóknarleikmaðurinn Óskar Örn Hauksson. Báðir skrifuðu undir þriggja ára samninga, út tímabilið 2020.

Skúli er 29 ára og Óskar 33 ára, þeir verða því 32 og 36 ára þegar samningunum lýkur.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði að eitt af sínum fyrstu verkum eftir að hann tók við sem þjálfari hafi verið að sjá til þess að Skúli og Óskar yrðu áfram í herbúðum félagsins.

Skúli spilaði fyrir KR 2005-2012 og fór svo í atvinnumennsku til Svíþjóðar áður en hann kom til baka fyrir tímabilið 2015. Á síðasta tímabili lék hann 21 leik í Pepsi-deildinni og skoraði tvö mörk en KR endaði í fjórða sæti og missti af Evrópukeppni.

Óskar kom fyrst til KR 2007 þegar hann kom frá Grindavík. Hann hefur lengi verið einn besti leikmaður efstu deildar á Íslandi. Hann átti stuttar viðverur í Noregi 2012 og Kanada 2015 á lánssamningum. Á liðnu tímabili skoraði Óskar sjö mörk í 22 leikjum í Pepsi-deildinni.

Viðtöl eftir fréttamannafund KR:
Kiddi Jóns: Hoppaði fram og til baka
Bjöggi Stefáns: Þurfti bara einn fund til að sannfæra mig
Rúnar Kristins: Björgvin getur skorað í Pepsi
Óskar Örn: Okkar að fá fólk á völlinn
Athugasemdir
banner
banner
banner