Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 19. október 2017 10:30
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Þrjár íslenskar hafa orðið Þýskalandsmeistarar
Sara Björk varð tvöfaldur meistari með Wolfsburg í vor
Sara Björk varð tvöfaldur meistari með Wolfsburg í vor
Mynd: Getty Images
Dagný vann þýsku deildina með Bayern Munich vorið 2015
Dagný vann þýsku deildina með Bayern Munich vorið 2015
Mynd: Getty Images
Ísland spilar risalandsleik á morgun þegar landsliðið mætir Þýskalandi ytra. Þýskaland hefur sterka knattspyrnuhefð og hefur verið sigursælt í gegnum árin. Liðið hefur átta sinnum orðið Evrópumeistari og tvisvar heimsmeistari.

Þá er þýska Bundesligan ein allra sterkasta deild heims en sem dæmi eru þýsk félagslið þau sigursælustu í Meistaradeild Evrópu. Fjögur þýsk lið, Frankfurt, Turbine Potsdam, Duisburg og Wolfsburg hafa hampað titlinum sem hefur farið níu sinnum til Þýskalands.

Fimm leikmenn sem eru í íslenska hópnum sem mætir Þýskalandi á morgun hafa leikið í Þýskalandi. Það eru þær Sara Björk Gunnarsdóttir sem spilar með Wolfsburg, Sandra María Jessen sem lék 8 leiki með Bayer Leverkusen árið 2016, Dagný Brynjarsdóttir sem lék með Bayern Munich árið 2015, Sif Atladóttir lék með Saarbrücken 2010-2011 og Guðbjörg Gunnarsdóttir með Turbine Potsdam 2014. Þá lék Margrét Lára Viðarsdóttir bæði með Duisburg og Potsdam en hún er enn að jafna sig af krossbandaslitum og verður ekki með landsliðinu á þessu ári.

Þrír íslenskir leikmenn hafa náð því mikla afreki að verða Þýskalandsmeistarar. Fyrst var það Margrét Lára sem varð meistari með Potsdam vorið 2012. Þá varð Dagný Brynjarsdóttir meistari með Bayern fyrir tveimur árum og Sara Björk vann svo tvöfalt með Wolfsburg í vor.
Athugasemdir
banner
banner
banner