Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 19. nóvember 2015 08:00
Arnar Geir Halldórsson
Beckham: Sjöan á að hjálpa Memphis
David Beckham
David Beckham
Mynd: Getty Images
Memphis Depay
Memphis Depay
Mynd: Getty Images
David Beckham hvetur hollenska ungstirnið Memphis Depay til að nýta sér treyjunúmer sitt til hvatningar.

Memphis hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann kom til Man Utd síðasta sumar en hann ber hina frægu sjöu á bakinu.

Margir af bestu leikmönnum í sögu Man Utd hafa klætt þessa treyju í gegnum tíðina og einn þeirra er David Beckham.

„Ég sé þetta ekki sem einhverja kvöð heldur mikinn heiður."

„Þegar þér er afhent treyja númer sjö skiptir ekki máli hver hefur verið í henni eða hvað sá leikmaður hefur afrekað."

„Þetta er sérstök treyja en hún á ekki að vera íþyngjandi fyrir neinn. Ég leit alltaf á þetta sem hvatningu frekar en nokkuð annað."
segir Beckham.

Beckham tók við sjöunni þegar Eric Cantona hætti en áður hafði helsta fyrirmynd Beckham, Bryan Robson, verið í sjöunni.

„Ég sá þetta ekki sem mína treyju, þetta var treyja George Best, Bryan Robson og Eric Cantona. Eina ástæðan fyrir að ég vildi vera í henni var út af þessum leikmönnum."

„Treyja númer sjö er sérstök fyrir Man Utd. Það hefur alltaf verið svoleiðis og mun alltaf vera.

Athugasemdir
banner
banner