Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. nóvember 2015 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Buffon: Casillas er besti markvörðurinn
Buffon hefur unnið flest sem hægt er að vinna hjá Juventus. Hann hefur komist tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar án þess þó að bera sigur úr býtum.
Buffon hefur unnið flest sem hægt er að vinna hjá Juventus. Hann hefur komist tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar án þess þó að bera sigur úr býtum.
Mynd: Getty Images
Gianluigi Buffon spilaði sinn fyrsta leik sem atvinnumaður í knattspyrnu fyrir 20 árum þegar hann var leikmaður Parma.

Buffon var 17 ára þegar hann spilaði fyrsta leikinn fyrir Parma og tveimur árum síðar hafði markvörðurinn spilað sinn fyrsta landsleik fyrir Ítalíu.

Buffon spilaði vel yfir 150 deildarleiki fyrir Parma áður en hann var keyptur til Juventus á metfé árið 2001.

Buffon er enn aðalmarkvörður Ítalíu og Juventus þrátt fyrir að vera 37 ára gamall. Hann á 154 A-landsleiki að baki en hefur aldrei spilað fyrir yngri landslið Ítalíu.

Buffon var spurður út í bestu markverði samtímans, að sér frátöldum, og sagðist telja Iker Casillas, fyrrverandi markvörð Real Madrid og núverandi markvörð Porto, vera þann allra besta.

„Besti markvörður samtímans er Casillas," sagði Buffon. „Hann hefur alltaf verið með bestu hendurnar. Fólk talar alltaf um Lev Yashin, Ricardo Zamora, Dino Zoff, Sepp Maier og Gordon Banks sem bestu markverðina.

„Ef ég ætti að velja einhverja frá mínum yngri árum, þá myndi ég segja Peter Schmeichel, Walter Zenga, Gianluca Pagliuca og Andoni Zubizzareta.

„Síðasta áratuginn hafa Petr Cech og Iker Casillas verið bestir, en síðustu þrjú árin hefur Manuel Neuer verið sá besti, hann er stórkostlegur í loftinu. Sá tékkneski (Cech) hefur samt verið stöðugastur."


Buffon var einnig spurður út í erfiðustu sóknarmenn sem hann hefur mætt á ferlinum.

„Sá besti var án nokkurs vafa Raul, svo kemur Fernando Torres. Meira að segja Ismael Urzaiz var meðal þeirra bestu á köflum."

Að lokum spurði fréttamaður hvað það væri sem færi mest í taugarnar á Buffon inni á vellinum.

„Það gerir mig brjálaðann að horfa á óvaldaðan sóknarmann andstæðinganna pota boltanum í netið eftir að ég á góða markvörslu!"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner