Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 19. nóvember 2015 09:00
Arnar Geir Halldórsson
Dortmund vill 42 milljónir punda fyrir Aubameyang
40 milljón punda virði?
40 milljón punda virði?
Mynd: Getty Images
Þýska dagblaðið Bild telur sig hafa heimildir fyrir því að Borussia Dortmund muni ekki selja aðalstjörnu félagsins, Pierre Emerick Aubameyang, fyrir minna en 60 milljónir evra.

Það gerir rétt rúmar 40 milljónir punda en þessi markavél frá Gabon hefur verið orðaður við Arsenal og PSG upp á síðkastið.

Hann sagði sjálfur fyrr í vetur að hans draumur væri að spila á Spáni.

Aubameyang er næstmarkahæsti leikmaðurinn í Evrópuboltanum, hefur skorað 19 mörk í sextán leikjum en hann skoraði í níu leikjum í röð í upphafi móts í deild og bikar.

Hann gerði fimm ára samning við Dortmund þegar hann gekk til liðs við félagið árið 2013.
Athugasemdir
banner