Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. nóvember 2015 13:59
Ívan Guðjón Baldursson
Gerrard gæti byrjað að æfa með Liverpool
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard hefur fengið leyfi til að mæta á æfingar hjá Liverpool meðan hann er í fríi frá norður-amerísku MLS deildinni.

Jürgen Klopp staðfesti þetta á fréttamannafundi fyrir stórleik Liverpool gegn Manchester City. Klopp var mjög opinskár á fundinum.

„Sturridge er í góðu ástandi eftir hvíld í landsleikjahlénu. Gæði hans eru framúrskarandi en hann er ekki alveg tilbúinn í slaginn," sagði Klopp.

Brottför Raheem Sterling frá Liverpool á upphafi tímabilsins olli miklu fjaðrafoki en hann var keyptur til Manchester City og mætir sínu fyrrverandi félagi í fyrsta sinn.

Sterling hefur þurft að þola margt frá stuðningsmönnum Liverpool eftir brottför sína og er sjálfur duglegur að kynda bálið í fjölmiðlum.

„Það er venjulegt að leikmenn spili gegn sínum gömlu félögum og þetta er ekkert öðruvísi. Hann er góður leikmaður."

Klopp talaði svo um að Steven Gerrard gæti byrjað að æfa með félaginu á næstunni enda er tímabilinu í Norður-Ameríku lokið.

„Gerrard er í fríi og við erum búnir að tala saman. Við áttum gott samtal, ef hann vill æfa með okkur þá má hann það, það er engin spurning."

Þegar Klopp var spurður út í gæði Manchester City undir lok fundsins gaf hann áhugavert svar. „Man City eru ekki slæmir."
Athugasemdir
banner
banner
banner