Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 19. nóvember 2015 16:08
Magnús Már Einarsson
Hammarby í viðræðum um kaup á Höskuldi - Tvö tilboð borist
Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska félagið Hammarby hefur tvívegis lagt fram tilboð í Höskuld Gunnlaugsson, kantmann Breiðabliks og U21 árs landsliðsins.

Blikar hafa ekki samþykkt tilboðin en félögin eru ennþá að ræða málin.

„Það er búið að senda tvö tilboð og við erum búnir að senda móttilboð. Við erum að ræða málin," sagði Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri Breiðabliks við Fótbolta.net í dag.

„Í raun og veru ber ekki langt á milli en við erum ekki að láta okkar bestu menn fara fyrir klink . Við erum að henda þessu á milli okkar og það þarf gott tilboð til að við látum Höskuld fara."

Hinn 21 árs gamli Höskuldur sló í gegn með Breiðabliki í Pepsi-deildinni í sumar en hann skoraði sex mörk í tuttugu leikjum.

Landsliðsmennirnir Ögmundur Kristinsson og Birkir Már Sævarsson eru báðir á mála hjá Hammarby.

Liðið sigldi lygnan sjó í sænsku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili og endaði í ellefta sæti af sextán liðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner