Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 19. nóvember 2015 12:51
Elvar Geir Magnússon
Hávær orðrómur um að Finnur Orri fari í KR
Finnur Orri Margeirsson.
Finnur Orri Margeirsson.
Mynd: Getty Images
Sú saga gengur um í íslenska fótboltabransanum að varnarmiðjumaðurinn Finnur Orri Margeirsson muni leika með KR á næsta tímabili.

„Þú segir mér fréttir," sagði Baldur Stefánsson, varaformaður knattspyrnudeildar KR, þegar Fótbolti.net spurði hann út í þennan háværa orðróm.

„Það er ekkert leyndarmál að við höfum mikinn áhuga á að fá Finn og hann veit af þeim áhuga sjálfur. Síðast þegar ég vissi vildi hann athuga hvort hann hefði einhverja spennandi möguleika úti, þegar það er ljóst er klárt mál að við munum heyra í honum."

Finnur er uppalinn hjá Breiðabliki en þessi 24 ára leikmaður er hjá Lilleström í Noregi en fær ekki nýjan samning hjá félaginu.

„Ef það verður ekkert spennandi sem býðst hérna í Noregi eða á öðrum stöðum í Skandinavíu þá er alveg eins gott að skoða eitthvað heima á Íslandi," sagði Finnur í viðtali við Morgunblaðið í lok október.

KR-ingar hafa fengið til sín varnarmanninn Indriða Sigurðsson og miðjumanninn Michael Præst síðan tímabilinu lauk. Grétar Sigfinnur, Jónas Guðni Sævarsson og Þorsteinn Már Ragnarsson eru farnir frá félaginu og þá er talið að varnarmaðurinn Rasmus Christiansen sé á förum en hann hefur sterklega verið orðaður við Val.

Ekki náðist í Finn við vinnslu þessarar fréttar.

Athugasemdir
banner
banner
banner