fim 19. nóvember 2015 12:30
Mate Dalmay
Liðið mitt: Benni Bóas: "Özil leggur upp þrjú"
Liðið hans Benna fyrir umferðina um helgina
Liðið hans Benna fyrir umferðina um helgina
Mynd: Morgunblaðið
Mynd: Fanaments
Við fengum Benna Bóas til þess að segja okkur frá Fanaments.com liðinu sínu fyrir Fótbolti.net mótið næstu helgi. Í mótinu er spiluð draumadeild úr leikjum 13. umferðar enska boltans en alls eru €1500 evrur í pottinum!

"Hér er komið alveg geggjað lið sem mun standa sig gríðarlega vel. Ég hugsaði alveg smá um að setja nokkra Chelsea menn í mitt lið þar sem þeir eiga jú Norwich heima. Þeir voru ódýrir en ég þorði ekki að taka sénsinn.

Ég setti engan Newcastle mann í mitt lið þrátt fyrir að halda með þeim, þeir eru bara svo lélegir og ég vil skemmtun í mitt lið, enginn leiðindi. Reyndar er ég með einn Man. Utd mann í mínu liði en eins og allir vita er það leiðinlegasta lið deildarinnar,en Mata er meistari og eini leikmaðurinn sem nennir að spila fram á við í þessu hundleiðinlega Utd liði.

Markvörður: Tim Howard. Einfalt val. Heldur hreinu og Everton er alltaf að fara vinna Aston Villa.

Varnarmenn:
Jose Fonte: Spilar alltaf vel og mun skora gegn Stoke.

Ashley Williams: Williams er alltaf að bíða eftir að Monk óski honum til hamingju með að vera kominn á EM og skorar til að reyna fá athygli frá stjóranum. Það mun hinsvegar ekki takast þrátt fyrir markið.

Toby Alderweireld: Spilar alla leiki Tottenham og... Fokk. West Ham eru geggjaðir á útivelli. Kannski breyti ég þessu.

Miðjumenn:
Yohan Cabaye: Myndarlegasti maður deildarinnar. Auðvitað velur maður hann. Ég græt enn að hann hafi verið seldur til PSG. Sunderland er ömurlegt lið og fær mikið af vítum á sig. Þar er Cabaye svalur og setur þrennu í þessum leik.

Ross Barkley: Everton vinnur Aston Villa og Barkley skorar tvö og leggur upp tvö. Góður leikur fyrir hann og stigasöfnunina mína.

Gylfi Sigurðsson: Það er sama vandamál hjá Gylfa. hann vill sanna sig fyrir Monk og vonar að hann sendi sér SMS. Skorar tvö og leggur upp fyrir Williams en svo verða þeir báðir teknir útaf... og fá ekki SMS frá Monk.

Mesut Özil: WBA er ekki mikil fyrirstaða fyrir Özil. Hann leggur upp þrjú í þessum leik.

Juan Mata: Trúi ekki að ég sé með leikmann frá Utd. Djöfull er þetta leiðinlegt lið.

Framherjar:
Christian Benteke: Kostaði lítið og held að hann muni negla einu gegn City þó Liverpool sé alltaf að fara tapa þeim leik. Gæti trúað að markið verði svona sárabótamark. Skorar síðasta markið í 5:1 sigri City.

Callum Wilson: Sprækur gutti og fyrst Williams verður farinn úr vörn Swansea mun hann minnka muninn undir lokin. Það er fínt."

Getur þú stillt upp betra liði en þetta?
Það eina sem þú þarft að gera til þess að keppa við Benna um €1500 evru pottinn er að:

1. Skrá þig inná Fanaments.com með promo kóðanum FOTBOLTI.net, fyrir frían miða í mótið

2. Velja ENTER hjá mótinu [Fotbolti.net] EPL €1500 GTD.

3. Staðfesta liðið þitt.

Skráðu þig núna og taktu þátt!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner