fim 19. nóvember 2015 10:05
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Moyes vill taka við Leeds United
Powerade
David Moyes gæti tekið við Leeds United.
David Moyes gæti tekið við Leeds United.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að daglegum slúðurpakka í boði Powerade en hér er búið að taka saman helsta slúðrið úr ensku miðlunum.

David Moyes fyrrverandi stjóri Man Utd og Everton hefði áhuga á að taka við Leeds United í kjölfar brottrekstrarins frá Real Sociedad. Steve Parkin sem á í viðræðum um yfirtöku á félaginu frá Massimo Cellino vill fá Moyes. (Mirror)

Chelsea óttast að mistakast aftur að kaupa John Stones varnarmann Everton en sá vill helst ekkert hreyfa sig af ótta við að missa sæti í enska landsliðshópnum ef hann missir spilatíma. (Mirror)

Barcelona er nýjasta félagið sem sýnir Stones áhuga og var með njósnara á leik Englands og Frakklands á þriðjudaginn. (Telegraph)

Real Madrid vonast til að næla í Alvaro Morata framherja Juventus ef þeir selja Cristiano Ronaldo í sumar og tekst ekki að kaupa Eden Hazard frá Chelsea. (Gazetta dello Sport)

Tottenham mun missa Milos Veljkovic í janúar eftir að samningaviðræður hans og félagsins runnu út í sandinn. (Independent)

Fulham er að fara að ráða Steve Clarke stjóra Reading sem nýjan stjóra sinn en samkomulag er komið við Reading. (Mail)

Reading mun ráða Nigel Pearson fyrrverandi stjóra Leicester. (Sun)

Sam Allardyce ætlar að gera Andy Carroll að fyrstu kaupum sínum hjá Sunderland. (Goal)

Arsenal, Manchester City, Manchester United og Leicester eru öll á eftir Josh Donaldson, 15 ára gömlum markverði Dundee United. (Daily Record)

Tim Sherwood fyrrverandi stjóri Aston Villa mun fá boð um að taka við spænsku liði. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner