fim 19. nóvember 2015 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Özil: Gera mér kleift að stjórna leiknum
Mynd: Getty Images
Mesut Özil hefur byrjað tímabilið mjög vel fyrir Arsenal og er þegar búinn að leggja tíu mörk upp í ensku úrvalsdeildinni, mest allra leikmanna í bestu deildum Evrópu.

Özil, sem er 27 ára gamall, kom til Arsenal fyrir tveimur árum og var gagnrýndur fyrir misjafnar frammistöður þar sem honum tókst ekki að skara nægilega mikið framúr, en nú virðist hann vera búinn að snúa blaðinu algjörlega við.

„Það er auðvelt að sjá að liðið er búið að þroskast. Við höfum lært af mistökum og það sést á vellinum að við erum mun öruggari," sagði Özil við vefsíðu Arsenal.

„Liðsfélagarnir eru að leita alltaf meira og meira í mig og gera mér þannig kleift að stjórna leiknum betur. Við höfum verið að virka vel sem liðsheild.

„Ef litið er á síðustu tímabil þá höfum við alltaf verið í heimsklassa hvað tækni varðar en þegar það kemur að stóru leikjunum töpum við stigum. Við höfum sýnt fram á hið gagnstæða á þessu ári og sannað getu okkar til að spila gegn stærstu liðunum og ná jákvæðum úrslitum."

Athugasemdir
banner
banner
banner