Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. nóvember 2015 06:00
Arnar Geir Halldórsson
Pato vill komast til Evrópu
Á leið í enska boltann?
Á leið í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Alexandre Pato vonast til að finna sér lið í Evrópu í janúarglugganum.

Framtíð Pato hefur verið mikið í umræðunni undanfarið en hann hefur leikið sem lánsmaður hjá Sao Paulo síðustu tvö tímabil.

Hann er þó í eigu Corinthians en hefur ekki áhuga á að spila fyrir félagið.

Hann hefur verið orðaður við ensk lið á borð við Liverpool og Tottenham en einnig önnur lið í heimalandinu. Þegar hann var spurður út í Palmeiras af brasilískum blaðamönnum staðfesti Pato að hann vill fara til Evrópu.

„Ég hef ekki talað við neinn hjá Palmeiras. Ég er enn að vonast eftir að komast til Evrópu."


Athugasemdir
banner