fim 19. nóvember 2015 20:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Ranieri: Sendum ekki á Vardy gegn Newcastle
Claudio Ranieri er skyndilega orðinn mikill húmoristi.
Claudio Ranieri er skyndilega orðinn mikill húmoristi.
Mynd: Getty Images
Leicester mun koma Newcastle á óvart um helgina með því að gefa ekki á Jamie Vardy en Claudio Ranieri gantaðist með það í viðtali fyrir leikinn.

Vardy er byrjaður að æfa aftur en hann missti af vináttuleikjum Englands í vikunni vegna meiðsla í mjöðm. Vardy á möguleika á að jafna met Ruud van Nisterlrooy með því að skora í tíu leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni en Hollendingurinn er sá eini sem hefur náð því.

Daryl Janmaat fékk rautt spjald fyrir að brjóta á Vardy, síðast þegar liðin mættust og hefur hann sagt að liðið ætli sér allt til að koma í veg fyrir að hann nái að skora.

„Þetta er eðlilegt, allir vilja stoppa Jamie Vardy, hann er markaskorarinn okkar. Kannski reynum við að gefa á aðra leikmenn í staðin."

„Ef hann er heill, þá spilar hann. Hann æfði aðeins í dag og vonandi æfir hann meira á morgun," sagði Ranieri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner