Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 19. nóvember 2015 07:30
Arnar Geir Halldórsson
Sameiginlegt lið Real og Barca - Enginn Ronaldo eða Bale
Bekkjaður
Bekkjaður
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo og Gareth Bale komast ekki í sameiginlegt úrvalslið valið úr leikmönnum Real Madrid og Barcelona ef horft er til tölfræðinnar á þessu tímabili.

Það er tölfræðisíðan WhoScored.com sem birtir sameiginlegt lið þessara erkifjenda en Real Madrid og Barcelona mætast í Madridarborg næstkomandi laugardag.

Ronaldo hefur „aðeins" skorað átta mörk í ellefu deildarleikjum á tímabilinu en kemst ekki í framlínuna sem er skipuð MSN þríeykinu, jafnvel þó Lionel Messi hafi aðeins spilað sex deildarleiki, jafnmarga og Bale sem kemst heldur ekki í liðið.

Sex leikmenn eru frá Real Madrid í liðinu en fimm frá Barcelona þó síðarnefnda liðið hafi þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar.
Athugasemdir
banner