fim 19. nóvember 2015 20:45
Jóhann Ingi Hafþórsson
Zola: Léleg frammistaða Hazard getur gert hann betri
Gianfranco Zola átti mjög góðu gengi að fagna með Chelsea.
Gianfranco Zola átti mjög góðu gengi að fagna með Chelsea.
Mynd: Getty Images
Gianfranco Zola, gosögn hjá Chelsea segir að Edin Hazard geti orðið betri leikmaður vegna erfiðleikana sem hann er að ganga í gegnum.

Ítalinn segir að frammistöður Hazard á leiktíðinni minni hann á hans eigin á hans öðru tímabili með liðinu.

„Hazard er í svipaðri stöðu og ég var í þegar ég var á mínu öðru ári með Chelsea. Fyrsta árið mitt var mjög gott, eins og hjá Hazard. Hann gerði svo mikið og fékk mikið hrós og er alltaf í sviðsljósinu, það getur gert hlutina erfiðari."

„Allir leikmenn ganga í gegnum svona og ég held það verði gott fyrir hann og hann mun hugsa meira um leik sinn."

„Þetta er tækifæri fyrir hann að verða betri leikmaður. Hann er ungur og hefur hæfileika til að verða einn sá besti," sagði Ítalinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner