Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. nóvember 2017 23:06
Ívan Guðjón Baldursson
Allt brjálað í Saint-Etienne - Lyon stendur við bakið á Fekir
Mynd: Goal/Google
Mynd: Getty Images
Það varð allt brjálað þegar AS Saint-Etienne tók á móti Lyon í einum hatrammasta nágrannaslag Frakklands fyrir landsleikjahlé.

Memphis Depay og Nabil Fekir komu Lyon í tveggja marka forystu fyrir leikhlé og misstu heimamenn Leo Lacroix af velli með rautt spjald snemma í síðari hálfleik.

Gestirnir bættu tveimur mörkum við áður en Fekir skoraði lokamarkið á 84. mínútu leiksins og innsiglaði þannig fimm marka sigur.

Fekir naut þess að skora fimmta markið það mikið að hann ákvað að fagna með því að klæða sig úr treyjunni og halda á henni fyrir framan stuðningsmenn nágrannanna, sem misstu sig af bræði og óðu inn á völlinn.

Stöðva þurfti leikinn og tók það vallarstarfsmenn og lögreglu hálftíma að róa fólk niður vegna gjörða Fekir, sem fékk gult spjald og var skipt af velli um leið og búið var að tryggja aðstæður.

„Þeim líkaði ekki við hvernig ég fagnaði en ég meinti ekkert illt með þessu," sagði Fekir að leikslokum.

„Mér þykir leitt að þetta hafi verið svona mikið vandamál, en ég ætla ekki að taka neitt til baka."

Fyrr í dag gerði Lyon markalaust jafntefli við Montpellier. Á 18. mínútu leiksins stóðu hundruðir, ef ekki þúsundir, stuðningsmanna Lyon upp og drógu upp Fekir treyjurnar sínar, en sóknartengiliðurinn ber treyju númer 18.

Áhorfendur héldu á treyjunum eins og hann gerði gegn nágrönnunum í Saint-Etienne.
Athugasemdir
banner
banner
banner