Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. nóvember 2017 09:15
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Cavani segir að Neymar muni taka vítaspyrnur PSG
Mynd: Getty Images
Neymar virðist vera orðinn framtíðar vítaskytta PSG en fyrr á tímabilinu rifust þeir Neymar og Cavani um hver ætti að taka vítaspyrnu sem liðið fékk í leik gegn Lyon.

Cavani var spurður út í það í gær eftir sigur liðsins á Nantes hver myndi taka næstu vítaspyrnu liðsins og svar hans við spurningunni var, „Neymar."

Hann sagði einnig frá því að það hafi verið, Unai Emery, stjóri liðsins sem tók ákvörðunina.

Áður hafði Thiago Silva látið þetta út úr sér: „Við höfum ákveðið að Neymar muni taka allar vítaspyrnur."

Þetta vandamál sem var mikið í umræðunni um tíma virðist nú vera leyst. Þeir Neymar og Cavani léku báðir í gær gegn Nantes, Neymar tókst ekki að koma boltanum í netið en Cavani setti hins vegar tvö.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner