Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. nóvember 2017 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chiellini: Þessi vika búin að vera ömurleg
Mynd: Getty Images
Giorgio Chiellini talaði af mikilli ró og visku eftir 3-2 tap Juventus gegn Sampdoria í ítalska boltanum í dag.

Sampdoria komst þremur mörkum yfir og náðu Ítalíumeistararnir að minnka muninn með mörkum í uppbótartíma.

Chiellini var í byrjunarliði ítalska landsliðsins sem missteig sig í umspilsleikjunum gegn Svíþjóð og fer því ekki á HM í fyrsta sinn í 60 ár.

„Þessi vika hefur verið ömurleg. Fyrst missum við af HM og svo töpum við í deildinni," sagði Chiellini eftir tapið.

„Við lentum 3-0 undir í leik sem við spiluðum vel og vorum með þokkalega stjórn á. Okkur vantar eitthvað, og það eru hvorki gæðin né herslumunurinn, heldur sigurviljinn og hungrið.

„Við megum ekki kenna óheppni eða ákveðnum atvikum um tapið, það er eitthvað sem taparar gera. Við erum sigurvegarar og við þurfum að hysja upp um okkur ef við viljum vinna Ítalíumeistaratitilinn."

Athugasemdir
banner
banner
banner