Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 19. nóvember 2017 16:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Eggert og félagar gengu frá stórliði FCK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Gunnþór Jónsson og félagar hans í Sönderjyske gerðu sér lítið fyrir og gengu frá stærsta fótboltaliði Danmerkur, FCK frá Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Eggert spilaði allan leikinn, sem endaði 3-0, á miðjunni hjá Sönderjyske, en hann hefur verið lykilmaður síðan hann gekk í raðir félagsins í byrjun ársins, í janúar.

Svo sannarlega frábær sigur hjá Sönderjyske sem er með 18 stig í níunda sæti deildarinnar. Þetta hefur verið mikið vonbrigðartímabil fyrir FCK sem er núna í sjötta sæti með 22 stig.

Fyrr í dag gerðu Horsens og OB markalaust jafntefli. Kjartan Henry Finnbogason spilaði allan leikinn fyrir Horsens, sem er í fimmta sæti deildarinnar, og fékk gult spjald á 19. mínútu.

Horsens 0 - 0 OB

Sönderyjske 3 - 0 FCK
1-0 Christian Jakobsen ('2)
2-0 Marc Pedersen ('30)
3-0 Troels Kløve Hallstrom ('88)

Leikur Bröndby og Nordsjælland hefst 17:00
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner