Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. nóvember 2017 15:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Ögmundur fékk á sig þrjú - Albert á bekknum
Ögmundur á landsliðsæfingu.
Ögmundur á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur Kristinsson hleypti þremur skotum fram hjá sér þegar lið hans Excelsior tapaði gegn Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni.

Ögmundur gekk til liðs við Excelsior í sumar frá Hammarby og hefur staðið í markinu síðan þá.

Hann átti ekki alveg sinn besta dag og fékk á sig þrjú mörk í 3-1 tapi gegn Utrecht á útivelli.

Excelsior er um miðja hollensku úrvalsdeildina með 17 stig að 12 leikjum loknum. Fyrir leikinn í dag voru Excelsior og Utrecht jöfn að stigum og því tapið meira svekkjandi fyrir Ögmund og félaga hans.

Albert Guðmundsson var á skýrslu hjá PSV þegar liðið vann nauman sigur á PEC Zwolle á sama tíma. Sigurmark PSV kom í þann mund er dómarinn var að fara að flauta leikinn af.

Albert sat allan tímann á bekknum hjá PSV.

PEC Zwolle 0 - 1 PSV
0-1 Nicolas Ismat-Mirin ('93)

Utrecht 3 - 1 Excelsior
1-0 Cyril Dessers ('8)
2-0 Yassin Ayoub ('56)
3-0 Willem Janssen ('64)
3-1 Zakaria El Azzouzi ('88)
Athugasemdir
banner
banner
banner