Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 19. nóvember 2017 15:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Sampdoria með óvæntan sigur á meisturum Juventus
Sampdoria vann Juventus.
Sampdoria vann Juventus.
Mynd: Getty Images
Emil er meiddur.
Emil er meiddur.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Óvænt úrslit litu dagsins ljós í ítölsku úrvalsdeildinni. Sampdoria gerði sér lítið fyrir og skellti Ítalíumeisturum Juventus.

Sampdoria komst í 3-0 þegar rúmar 10 mínútur voru eftir, en Juventus gafst ekki upp og minnkaði muninn í 3-2. Lengra komst Juve hins vegar ekki og annað tapið á tímabilinu staðreynd.

Juventus er í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Napoli.

Emil Hallfreðsson lék ekki með Udinese í dag vegna meiðsla. Udinese tapaði 1-0 gegn Cagliari á heimavelli og er í 14. sæti.

Nýliðar SPAL náðu í gott stig gegn Fiorentina á meðan aðrir nýliðar, Benevento eru enn án stiga. Benevento tapaði 2-1 gegn Sassuolo á heimavelli sínum þennan sunnudaginn.

Genoa lagði Crotone og Torino og Chievo skildu jöfn, en hér að neðan eru öll úrslitin ásamt markaskorurum.

Crotone 0 - 1 Genoa
0-1 Luca Rigoni ('11 )

Benevento 1 - 2 Sassuolo
0-1 Alessandro Matri ('57 )
1-1 Samuel Armenteros ('65 )
1-2 Federico Peluso ('90 )
1-2 Domenico Berardi ('90 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Gaetano Letizia, Benevento ('67)

Sampdoria 3 - 2 Juventus
1-0 Duvan Zapata ('52 )
2-0 Lucas Torreira ('71 )
3-0 Gianmarco Ferrari ('79 )
3-1 Paulo Dybala ('90 )
3-2 Gonzalo Higuain ('90 , víti)

Spal 1 - 1 Fiorentina
1-0 Alberto Paloschi ('43 )
1-1 Federico Chiesa ('80 )
Rautt spjald: Marios Oikonomou, Spal ('90)

Torino 1 - 1 Chievo
0-1 Perparim Hetemaj ('14 )
1-1 Daniele Baselli ('33 )
1-1 Andrea Belotti ('73 , Misnotað víti)
Rautt spjald:Ivan Radovanovic, Chievo ('88)

Udinese 0 - 1 Cagliari
0-1 Joao Pedro ('54 )
Rautt spjald: Albano Bizzarri, Udinese ('90)

Leikur Inter og Atalanta hefst 19:45



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner