banner
   sun 19. nóvember 2017 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd ætlar að fá Bale og Griezmann
Powerade
Bale í leik gegn Man Utd.
Bale í leik gegn Man Utd.
Mynd: Getty Images
Van Aanholt gæti óvænt farið til Man City.
Van Aanholt gæti óvænt farið til Man City.
Mynd: Getty Images
Moura er orðaður við Chelsea.
Moura er orðaður við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Slúður, slúður, slúður - það er komið að slúðrinu á sunnudeginum 19. nóvember 2017. Skelltu í þig einum kaffibolla og kíktu á slúðrið!



Manchester United er að undirbúa 136 milljón punda tilboð í Gareth Bale (28), leikmann Real Madrid, og Antoine Griezmann (26), sóknarmann Atletico Madrid. (Sun)

Real Madrid gæti reynt að kaupa Griezmann frá nágrönnum sínum í Atletico ef Bale verður seldur. (Don Balon)

Og þá gæti Tottenham nýtt sér klásúlu í samningi Bale sem gefur þeim tækifæri til að jafna öll tilboð sem Real Madrid fær í hann frá liðum úr ensku úrvalsdeildinni. Bale spilaði með Tottenham áður en hann hélt til Madrídar. (Sunday Express)

Patrick van Aanholt (27), hollenskur vinstri bakvörður Crystal Palace, gæti óvænt farið til Manchester City. Pep Guardiola, stjóri City, vill fá vinstri bakvörð í janúar til að leysa Benjamin Mendy af, en Mendy er meiddur sem stendur. (Sun)

Everton vill að Marco Silva, stjóri Watford, taki við. Everton telur að Silva geti fengið hörkuleikmenn eins og Edinson Cavani (30), sóknarmann PSG, til liðsins. (Times)

Jose Mourinho verður líklega stjóri Manchester United til 2020. Hann á 18 mánuði eftir af samningi sínum við féagið, auk þess sem hann á möguleika á framlengingu um eitt ár. (Star)

PSG vill fá Mourinho til að taka við en til þess að það gerist þarf Parísarliðið að borga Man Utd 30 milljónir punda, til að kaupa upp samning Portúgalans. (Mirror)

Willian (29), kantmaður Chelsea gæti farið til Manchester United ef Chelsea tekst að landa Lucas Moura (25) frá PSG. (Calciomercato)

Real Madrid planar að kaupa argentíska sóknarmanninn Sergio Aguero (29) frá Manchester City á 53 milljónir punda. Kaupin gætu gengið í gegn ef Man City nær að fá Alexis Sanchez (28) í sínar raðir frá Arsenal. (Don Balon)

Chelsea, Arsenal og Liverpool fylgjast með stöðu mála hjá Brasilíumannninum Bernard (25), sem rennur út á samningi hjá Shakhtar Donetsk næsta sumar. (UOL Sport)

Manchester United mun gera 40 milljón punda tilboð í Danny Rose (27), vinstri bakvörð Tottenham, í janúar. Luke Shaw (22) verður hluti af kaupunum og fer til Spurs. (Mirror)

Cristiano Ronaldo (32) ætlar ekki í MLS-deildina ef Lionel Messi fer þangað líka. (Don Balon)

Manchester United hefur áhuga á Domingos Quina (17), miðjumanni West Ham. Njósnarar United fylgdust með honum skora fyrir U19 ára lið Portúgals í vikunni. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner