Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. nóvember 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mido: Salah fer fljótlega til Real Madrid
Salah hefur slegið í gegn.
Salah hefur slegið í gegn.
Mynd: Getty Images
Hinn eldsnöggi Mohamed Salah hefur slegið í gegn í upphafi tímabilsins með Liverpool.

Salah var keyptur á 34 milljónir punda frá Roma og það er ekki annað hægt að segja en að kaupin líti mjög vel út.

Salah skoraði tvö í 3-0 sigri gegn Southampton og er nú markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar .

En hversu lengi getur Liverpool haldið Salah? Landi hans, Egyptinn Mido, sem lék m.a. með Ajax, Tottenham, Wigan, West Ham og Barnsley á ferli sínum, telur að Salah fari fljótlega.

„Ég sagði fyrir þremur árum að Salah væri 10 sinnum betri en Sterling og stuðningsmenn Liverpool hlógu að mér. Núna vita þeir að ég hafði rétt fyrir mér," skrifar Mido á Twitter.

„Hann getur haldið áfram að spila á hæsta stigi í mörg ár. Ég tel að hann verði ekki lengi hjá Liverpool, hann fer til Real Madrid fljótlega, #HalaMadrid 💪🏼."



Athugasemdir
banner