Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 19. nóvember 2017 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Eins og Pogba hefði ekkert verið frá
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Paul Pogba fékk hrós frá knattspyrnustjóranum Jose Mourinho eftir 4-1 sigur Manchester United á Newcastle í gær.

Pogba kom aftur inn í lið United eftir meiðsli og stóð sig gríðarlega vel. Hann skoraði eitt og lagði upp eitt í sigrinum og spilaði eins og herforingi á miðjunni við hlið Nemanja Matic.

„Hann var stórkostlegur. Það leit út eins og hann hefði ekkert verið frá. Hann kom til baka og átti frábæra frammistöðu. Hann hafði mikil áhrif í leiknum," sagði Mourinho um Pogba eftir leikinn.

Pogba var tekinn út af eftir 70 mínútur.

„Hann kom af velli þegar hann fór fyrst að verða þreyttur. Hann spilaði aðeins meira en klukkutíma og leit mjög vel út."

„Paul og Nemanja (Matic) uxu saman í byrjun tímabilsins. Þeir eru vélin í liðinu," sagði Mourinho enn fremur.

Zlatan Ibrahimovic sneri líka aftur á fótboltavöllinn í gær, en hann hafði verið frá keppni síðan í apríl síðastliðnum.

„Það var tilfinningaþrungið fyrir alla þegar hann kom inn á. Hann gekk í gegnum erfið meiðsli og það er mikið gleðiefni að fá hann aftur," sagði Mourinho aðspurður út í Zlatan.

United situr í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, átta stigum á eftir nágrönnum sínum í Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner