Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. nóvember 2017 18:53
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes: Hægt að setja spurningarmerki við dómgæsluna
Mynd: Getty Images
West Ham tapaði fyrir Watford í fyrsta leik David Moyes við stjórnvöl Hamranna. Moyes var ráðinn fyrir landsleikjahléð eftir að Slaven Bilic var sagt upp störfum.

Hamrarnir eru í fallsæti, með níu stig eftir tólf umferðir, og eiga heimaleik gegn Leicester City á föstudaginn.

„Ég er vonsvikinn með frammistöðuna, betra liðið vann leikinn í dag. Við klúðruðum alltof mörgum dauðafærum, við hefðum getað breytt leiknum með jöfnunarmarki," sagði Moyes að leikslokum.

„Það var augljóst að sjálfstraustið minnkaði þegar við klúðruðum þessum færum, mark hefði verið góð vítamínssprauta."

Moyes setur spurningarmerki við dómgæsluna og vonast til að fá leikmenn úr meiðslum á næstunni. Þá segir hann að Marko Arnautovic, sem fór meiddur af velli á 74. mínútu, sé líklega búinn að brjóta þumalputtann.

„Það er hægt að setja spurningarmerki við dómgæsluna í báðum mörkunum, en ég er ekki að kenna dómaranum um tapið, þeir voru betri og áttu skilið að vinna. Vonandi hjálpar það okkur að fá leikmenn úr meiðslum á næstunni.

„Það lítur út fyrir að Marko Arnautovic hafi brotið þumalputta, við fáum niðurstöðu í fyrramálið."

Athugasemdir
banner
banner
banner