sun 19. nóvember 2017 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Fagnaðarlæti Chapecoense ári eftir slysið
Mynd: Getty Images
Mánudagurinn 28. nóvember er sorgardagur í minnum margra vegna hræðilegs flugslyss þar sem 76 manns af 81 sem voru um borð létust.

Vélin var full af fótboltamönnum, þjálfurum, starfsmönnum og fjölmiðlafólki.

Þennan nóvembermánuðinn eru fréttirnar af Chapecoense hins vegar ekkert nema jákvæðar þar sem liðið er búið að bjarga sér frá falli úr brasilísku deildinni og gott betur en það.

Leikmenn liðsins fögnuðu dátt í búningsklefanum eftir sigur gegn Vitoria á fimmtudaginn, en liðið er í þessum rituðu orðum nokkrum mínútum frá því að vinna Atletico GO og blanda sér í baráttu um mikilvægt 7. sæti þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

Það eru 20 lið í deildinni, en aðeins ellefu stig á milli Chapecoense, sem er í 8. sæti, og fallsætis.



Athugasemdir
banner
banner
banner