Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. nóvember 2017 23:34
Ívan Guðjón Baldursson
Paddy Power býr til tíst fyrir knattspyrnumenn
Mynd: Twitter
Veðmálafyrirtækið Paddy Power er þekkt fyrir sínar fjölmörgu frumlegu uppákomur.

Fyrirtækið er frægt fyrir margt, en hér til hliðar er hægt að sjá styttu David Moyes, fyrrverandi stjóra Manchester United, sem Paddy Power lét reisa fyrir utan Anfield Road í Liverpool.

Margar uppákomur eru til að auglýsa fyrirtækið en stundum eru þær einungis til að skemmta fylgjendunum á Twitter, sem eru orðnir 638 þúsund talsins.

Leikmenn nota samskiptamiðilinn til að tísta um alskonar hluti, þar á meðal um leiki sem þeir hafa nýlega lokið.

Vegna hótana og sekta frá enska knattspyrnusambandinu, sem refsar knattspyrnumönnum fyrir að tjá eigin skoðanir séu þær á skjön við einhverja af mörgum hegðunarreglum sambandsins, eru tístin þeirra eftir leikslok afar óspennandi og fyrirsjáanleg.

Paddy Power bjó þess vegna til forrit sem sparar fólki ferð á Twitter að leikslokum til að athuga hvað atvinnumennirnir segja. Forritið býr tístin til fyrir leikmennina.

Hægt er að nota forritið með því að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner