Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. nóvember 2017 15:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rússland: Sverrir klúðraði víti á ögurstundu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rostov 0 - 0 Amkar Perm
0-0 Sverrir Ingi Ingason ('79, misnotuð vítaspyrna)

Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason mun væntanlega eiga erfitt með svefn í nótt

Hann lék allan leikinn þegar Rostov mætti Amkar Perm í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn endaði með markalausu jafntefli, en Sverrir fékk gullið tækifæri til að tryggja Rostov sigurinn. Hann klúðraði vítasyrnu þegar rúmar 10 mínútur voru til leiksloka.

Gríðarlega svekkjandi fyrir Sverri, sem skoraði á dögunum úr vítaspyrnu fyrir Rostov. Í dag tókst það hins vegar ekki.

Það hefur gengið illa hjá Rostov að undanförnu, liðið vann síðast deildarleik í ágúst. Rostov er í 11. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner