Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. nóvember 2017 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sá sem fann Lewandowski, Dembele og Pulisic á leið til Arsenal
Sven Mislintat
Sven Mislintat
Mynd: Getty Images
Arsenal er við það að ráða Sven Mislintat sem nýjan yfirnjósnara félagsins, en þetta er haft eftir Sport Bild í Þýskalandi.

Mislintat hefur lengi starfað hjá Borussia Dortmund, en hann verður kynntur til leiks hjá Arsenal á næstu dögum. Samkvæmt frétt Sport Bild þarf Arsenal að greiða Dortmund í kringum 1,8 milljón punda (2 milljónir evra) fyrir þjónustu Mislintat.

Bayern München hefur lengi haft áhuga á því að ráða Mislintat, en hann hefur frekar ákveðið að halda til Lundúna og semja við Arsenal. Hann mun taka við starfi Steve Rowley, sem hefur verið yfirnjósnari hjá Arsenal frá 1996, en hann hættir eftir tímabilið.

Þetta er mjög áhugaverð ráðning fyrir Arsenal, en Mislintat hefur fundið marga mjög góða leikmenn fyrir Dortmund á tíma sínum þar, Robert Lewandowski, Pierre-Emerick Aubameyang, Christian Pulisic og Ousmane Dembele, sem varð dýrastur í sögu Barcelona í sumar.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner