Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 19. nóvember 2017 15:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Árni Vilhjálms fallinn úr úrvalsdeildinni
Árni Vilhjálmsson.
Árni Vilhjálmsson.
Mynd: Jönköpings
Jönköpings Södra 1 - 1 Trelleborg (Samanlagt 1 - 3)
1-0 Robert Gojani ('40)
1-1 Dino Islamovic ('45)

Árni Vil­hjálms­son mun ekki spila í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili, að minnsta kosti ekki með Jön­k­öp­ings Södra.

Jön­k­öp­ing hafnaði í þriðja neðsta sæti sænsku úr­vals­deild­ar­inn­ar og þurfti liðið því að fara í ein­vígi við Trell­e­borg sem hafnaði í þriðja sæti B-deild­ar­inn­ar um sæti í efstu deild að ári liðnu.

Trell­e­borg hafði betur í fyrri leiknum 2-0 og eft­ir að liðin gerðu 1-1 jafn­tefli í dag fékk niðurstaða, Jönköpings fer niður í B-deildina og á meðan Trelleborg mun spila í efstu deild í fyrsta sinn frá 2011.

Árni Vil­hjálmsson kom ekki við sögu hjá Jönköpings í dag, en óvíst er hvað hann tekur sér fyrir hendur á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner