Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. nóvember 2017 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tim Howard var fyrirmynd Rashford
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, sóknarleikmaður Manchester United, segist hafa litið upp til markvarðarins Tim Howard þegar hann var yngri. Rashford er tilbúinn að stíga í rammann hjá United þegar þörf er á.

Rashford er í dag gríðarlega spennandi sóknarmaður, en þegar hann var yngri var hann upprennandi markvörður.

Hann var markvörður þegar hann byrjaði í fótbolta, með Fletcher Moss Rangers í Manchester og sem stuðningsmaður Manchester United leit hann upp til Bandaríkjamannsins Tim Howard, sem var markvörður Man Utd frá 2003 til 2006.

„Á mínu fyrsta tímabili hjá Fletcher Moss þá var ég í marki. Þú færð svipaða tilfinningu þegar þú tekur góða vörslu og þegar þú skorar mark," sagði Rashford við Times.

„Ég leit upp til (Tim) Howard. Ég átti treyju með nafninu hans á bakinu, hann var frábær markvörður."
Athugasemdir
banner
banner
banner